Það er framið morð í Stjórnarráðinu og fyrrum skjólstæðingur Stellu er gripinn glóðvolgur að athafna sig yfir líkinu. Fórnarlambið er ung aðstoðarkona forsætisráðherra og lögreglan telur málið liggja ljóst fyrir. Stella ákveður að taka málið að sér og er staðráðin í að komast að því hvað gerðist í raun og veru. Ekki líður á löngu þar til valdamiklir einstaklingar eru farnir að hafa afskipti af málinu.